top of page

Hópefli Skemmtileg viðbót við Aparóluna

3_H_cover_leikjabraut_teambuilding-8-a9e
Leikjaþrautabraut

Lang vinsælasta hópeflið okkar undanfarin ár. Leikjaþrautabrautin er frábær leið til að hrista hópinn saman og skapa skemmtilegan dag.
Brautin er smækkuð mynd af Ratleik og er sett upp á afmörkuðu svæði t.d í lystigarðinum í Hveragerði, innandyra eða eftir óskum.

         Leikurinn samanstendur af fjölbreittum og óhefðbundnum þrautum, þar sem hópnum er skipt í lið sem keppa síðan hvor við annað og safna stigum í hverri þraut og stigahæsta liðið er krínt sem sigurvegarar í lok leiks. Við leggjum metnað í að hanna öðruvísi og óhefðbundnar þrautir með það að leiðarljósi að hrista hópinn saman og skapa skemmtilegar minningar. Leikirnir henta ungum sem öldnum þar sem hóparnir þurfa að leysa þrautir sem reyna á sjón, hugsun og færni. Og er leikurinn því tilvalinn fyrir hópa með mismunandi getustig.

                             Verð og frekari upplýsingar má finna á www.icelandactivities.is

6_H_custom_teambuilding-2.jpg
Fjallahjólaferð 

Þetta er stórskemmtileg ferð fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum þar sem við munum hjóla með ykkur skemmtilega og fallega leið í útjaðri Hveragerðis.   


Í Hjólaferðinni er gefinn smjörþefurinn að fjallahjólamennsku þar sem við förum í léttann hjólatúr undir leiðsögn þar sem hjólað er um fallegar slóðir í útjaðri Hveragerðis þar sem við sýnum ykkur t.d hverina sem komu upp í jarðskjálftanum 2008 og fræðum hópinn um tilurð þeirra og hverasöguna almennt í Hveragerði.

     Hver ferð er sérsniðin efti þörfum hvers hóps og skipt í minni einingar í ferðinni ef hópurinn er stór til þess að tryggja öryggi og skemmtunargildi.
Hægt er að velja um leiðir við allra hæfi allt frá malbiki og malarvegum upp í mjóa fjallastíga . Við sérsníðum hverja ferð að þörfum hvers hóps. T.d. hægt er að fara í rólegar ferðir þar sem útsýnið og fræðsla frá leiðsögumanni spilar stærstan þátt í ferðinni eða adrenalín ferð þar sem hraðinn og yfirferðin skipta meira máli, en auðvitað með öryggið að leiðarljósi.
Og svo auðvitað þriðji valkosturinn ef hópurinn er í mismunandi hjólaformi eða getu þá er ekkert mál að skipta hópnum þar sem partur fer aðeins erfiðari leið á meðan hinn helmingurinn fer léttari leið annaðhvort á hjólum eða gangaandi ef óskað er, en hittast á mismunandi stöðum á leiðinni eða í enda ferðar.
 

Þessi ferð hentar vel fyrir litlar fjölskyldur upp í stóra hópa, við getum tekið á móti allt að 80 manns í einu í hjólaferð. Ath, við blöndum ekki í hópa, hver bókun er private og er sérsniðin fyrir þann hóp.

Endilega sendið okkur fyrirspurn á info@icelandactivities.is

með hugsanlegri dagsetningu og hópastærð og við gerum

ykkur tilboð í hópinn þinn

Verðið er yfirleitt frá 7.900 ISK upp í 17.900 ISK, fer eftir fjölda og hvernig hópurinn vill að ferðin sé uppsett.

3_H_cover_hveraganga_teambuilding_1-0baa
Hveraganga

Skemmtileg og létt ganga með heimamanni sem veitir skemmtiega innsýn & fræðslu um hverina og sögu Hveragerðis. Gengið er um fallegar slóðir í útjaðri bæjarins þar sem við sýnum ykkur t.d hvaða áhrif jarðskjálftar hafa haft og fræðum hópinn um tilurð þeirra og hverasöguna almennt í Hveragerði á skemmtilegan máta. Við munum bjóða upp á léttar veitingar í miðri göngu þar sem boðið verður að smakka Hverasoðin egg, hverabrauð og drykki.

 

Við sérsnýðum hverja göngu að óskum og getu hvers hóps og getum bætt inn í gönguna nokkrum skemmtilegum leikjum til þess að hrista hópinn saman.

Tími:                1-2 klst

Gönguleið:     1-3 km

Verð: Frá 4.300 kr. - 5.900 kr. á mann (fer eftir fjölda og hvernig hópeflið/ferðin er sett upp, endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á þessari ferð og við sendum tilboð í hópinn þinn

                             Verð og frekari upplýsingar má finna á www.icelandactivities.is

3_H_custom_teambuilding_-d0bff851.jpeg
Hellaferð

Skemmtileg viðbót við Aparóluna, þar sem við förum með ykkur í smá ævintýraferð og skoðum 5200 ára gamlann hraun helli, við munum sjá fallegar hraunmyndanir og fá að heyra skemmtilegar sögur frá leiðsögumanninum ykkar.     

Endilega sendið okkur fyrirspurn á info@icelandactivities.is

með hugsanlegri dagsetningu og hópastærð og við gerum

ykkur tilboð í Hellaferðina.

3_H_cover_ratleikur_teambuilding_-7ed630
Ratleikur

Samanstendur af allt að 10 stöðvum í útjaðri Hveragerðis þar sem lið ganga skemmtilega og fallega 3 km leið og þurfa að leysa þrautir og leiki sem verða á vegi þeirra (mannaðar og ómannaðar stöðvar) og safna þannig stigum sem talin verða í lok leiks og sigurvegarar kríndir. Við sníðum leikinn eftir óskum hvers hóps og getum við annað hvort látið tíma og stig ráða úrslitum eða aðeins stig og fá liðin þannig meiri hvatningu til þess að ferðast saman og leysa þrautirnar að vandvirkni.

                             Verð og frekari upplýsingar má finna á www.icelandactivities.is

bottom of page